Avatar

News

Published: 1 Jun 2017

Creative Trails: Spennandi tækifæri fyrir hönnuði og handverkshópa á Norðurlandi eystra

Á vegum verkefnisins Creative Momentum* er nú auglýst eftir þátttakendum í Creative Trails, nýju snjallsímaforriti (app) sem heldur utan um ferðamannaslóðir til kynningar á skapandi greinum á Norðurlandi eystra. Í þessu spennandi tækifæri felst einnig frí kynning fyrir þátttakendur í slóðunum en markaðssetning á snjallsímaforritinu er í höndum Creative Momentum og er miðað að því að auka aðgengi og sýnileika skapandi greina á svæðinu.

Snjallsímaforritið miðar að því koma fyrirtækjum innan skapandi greina á framfæri til ferðamanna. Þar kemur fram hvar þessi fyrirtæki eru staðsett og hvað þau bjóða upp á. Slóðirnar verða markaðssettar á vefsíðu Creative Momentum, MyCreativeEdge og verða jafnframt kynntar á upplýsingamiðstöðvum.

Það kostar ekkert að skrá sig!

Nú er auglýst eftir þátttakendum í hönnunar- og handverksslóð.

Skilyrði til þátttöku eru eftirfarandi:
• Vera starfandi á Norðurlandi eystra
• Hönnuðir/hönnunarfyrirtæki eða handverkshópar/hús
• Opið fyrir gesti/ opin vinnustofa
• Fastir opnunartímar/ opið eftir samkomulagi
• Eigin vörur til að selja

Umsóknarformið má finna hér til hliðar og skal umsóknum skilað í tölvupósti til hulda@eything.is
Umsóknarfrestur er til og með 13. Júní 2017

Nánari upplýsingar veitir Hulda Jónsdóttir verkefnastjóri Creative Momentum hjá Eyþingi á netfanginu hulda@eything.is

*Creative Momentum er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (Northern Periphery and Arctic Programme)
Discussion

You must be logged in to submit comments.

Add your comments here.

Maximum length of 500 characters